Að láta skoða skútuna

Samgöngustofa sér um mælingu og ástandsskoðun skútunnar við skráningu á Íslandi. Eftir það þarf fimmta hvert ár þarf að fara fram aðalskoðun á skútunni. Sú skoðun skal vera framkvæmd af viðurkenndum skoðunaraðilum. Eftirtaldar A-skoðunarstofur skipa og búnaðar hafa starfsleyfi Samgöngustofu:

BSI á Íslandi ehf. kt. 551104-2140
Skútuvogi 1d, 104 Reykjavík
Sími: 4144444 / info@bsiaislandi.is
Vefsíða

Löggilding ehf. kt. 611218-2490
Brekkubraut 1, 300 Akranes
Sími: 5666030 / loggilda@loggilda.is
Vefsíða

Heimild: https://island.is/skodunarstofur


Eiganda skemmtibáts sem er styttri en 15 metra er heimilt að annast sjálfur milliskoðun á eigin skemmtibát og skilað yfirlýsingu um þá skoðun til Samgöngustofu. Þetta þarf að gera áður en sótt um endurnýjun á haffæris skýrteini bátsins.

Heimild: https://island.is/eiginskodun-skemmtibata


Eftirfarandi hluti eru þeir sem þarf að fá viðurkenndan aðila í eða kaupa/endurnýja:

Ár 1Ár 2Ár 3Ár 4Ár 5
LýsingAðal
skoðun
Milli
skoðun
Milli
skoðun
Milli
skoðun
Milli
skoðun
BolskoðunX
KompásXXX
Slökkvitæki
AlmanakXXXXX
Sleppibúnaður björgunarbáts

Hlutir sem þarf að skrá sérstaklega hvenær þarf að endurnýja, skv. leiðbeiningum framleiðenda eða þjónustuaðila.

– Björgunarvesti og gashylki þeirra– Neyðarblys
– Björgunarbátur– Sjálfvirkur sleppibúnaður björgunarbáts